Fréttir

Fjögurra vetra hryssur fyrstar í braut á LM2024

Tímasett dagskrá mótsins er klár. Fjögurra vetra hryssur eru fyrstar í braut á Landsmóti í Reykjavík 2024, mánudaginn 1.júlí kl.8:00. Barnaflokkur hefst kl.8:30 á Hvammsvelli og á eftir þeim ríða keppendur í B-flokk í braut kl.13:30. Tímasetta dagskrá má sjá hér fyrir neðan sem og í valstikunni hér fyrir ofan undir "Dagskrá".

Punktar frá yfirdómara fyrir keppni

Hér má sjá nokkur atriði frá yfirdómara sem gott er að hafa í huga fyrir keppni í gæðingakeppni á Landsmóti 2024. Þetta er lifandi skjal og mögulega bætast við fleiri atriði.

Fylgstu með Landsmóti 2024 í beinni útsendingu á Alendis

Frábærar fréttir fyrir hestaáhugafólk! Alendis streymisþjónustan mun sýna frá Landsmóti 2024 í beinni útsendingu. Landsmót 2024 hefst 1. júlí og stendur til 7. júlí. Bestu hestar og knapar landsins saman komnir á þessari mögnuðu hátið hestamanna.

Keppendalistar í gæðingakeppninni

Hér er að finna keppendalista í öllum greinum gæðingakeppninnar.

Æfingatímar

Hér má sjá dagskrá fyrir æfingatíma keppenda, hvers hestamannafélags fyrir sig, á Landsmóti 2024.

Sýning ræktunarbúa - listi yfir búin sem koma fram

Sýningar ræktunarbúa skipa heiðurssess á landsmótum hestamanna og á LM2024 verður engin breyting þar á.

Stebbi Hilmars, Sigga Beinteins, Herra Hnetusmjör, Emmsjé Gauti og margir fleiri

Á landsmóti hestamanna verður boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá þar sem hægt verður að upplifa ekta íslenska hestagleði, tónlist og skemmtun. Rjóminn af íslenskum tónlistarmönnum mun mæta á landsmót og halda uppi dúndrandi stemmingu meðal mótsgesta.

Þátttökuréttur í gegnum stöðulista

Nú hafa skráningar skilað sér að mestu leyti í gegnum Sportfeng og má finna þær inná Horseday smáforritinu og biðjum við knapa að yfirfara hvort skráningar eru réttar.

Stöðulistar íþróttagreina - skráning keppenda

Stöðulistar íþróttagreina eru hér með birtir. Knapar skrá sig eins og venjulega til leiks, í gegnum skráningarkerfi Sportfengs.

Tjaldsvæði - Verðskrá fyrir stakar nætur