Stöðulistar íþróttagreina - skráning keppenda

Þátttökurétt í tölti og kappreiðum ráðast af stöðulistum löglegra móta sem lokið er fyrir 17. júní 2024. Hestar sem taka þátt í gæðingakeppni hafa einnig rétt á að taka þátt í öllum íþróttagreinum mótsins séu þeir inni á stöðulistum.

 

Hver knapi ber ábyrgð á sinni skráningu út frá stöðulista sem birtur verður á heimasíðu Landsmóts og öllum helstu vefmiðlum 20. júní. Knapar eru beðnir um að fylgjast vel með og bregðast skjótt við skráningu. Hver knapi ber ábyrgð á því að skráningargjöld séu greidd og mikilvægt er að senda kvittun á motsstjori@fakur.is svo skráningin sé gild. Skráningargjaldið er kr. 15.000.

  • 30 hæstu einkunnir í tölti T1
  • 20 bestu tímarnir í 100m skeiði P2
  • 14 bestu tímarnir í 150m skeiði P3
  • 14 bestu tímarnir í 250m skeiði P1

Sýningargreinar

  • 20 hæstu einkunnir í gæðingaskeiði PP1
  • 20 hæstu einkunnir í fjórgangi V1
  • 20 hæstu einkunnir í fimmgangi F1
  • 20 hæstu einkunnir í slaktaumatölti T2

18 ára aldurstakmark er í T2, V1, F1 og PP1. Ríkjandi heimsmeistarar í íþróttagreinum hafa sjálfkrafa þátttökurétt.

Auk þeirra sem eru inni á stöðulistum, eiga heimsmeistarar í hverri grein boðssæti frátekið og taka þeir ekki sæti frá öðrum á listanum. Þau Sara Sigurbjörnsdóttir, Jóhanna Margrét Snorradóttir, Elvar Þormarsson, Jón Ársæll Bergmann, Herdís Björg Jóhannsdóttir, Glódís Rún Sigurðardóttir, Benedikt Ólafsson eiga því boð á LM. 

16 ára aldurstakmark (árg. 2008) er í töltinu.

Smellið hér til að skoða stöðulistana!

 


Athugasemdir