Fréttir

Aðkoma hrossa og hestakerra á mótssvæðið

Öll aðkoma hrossa á kerrrum er um Selásbraut.

Hestakerrur og kerrustæði

Keppendur og forráðamenn athugið! Við biðjum ykkur vinsamlegast að fara með allar lausar hestakerrur af mótssvæðinu til að tryggja gott pláss og aðgengi allra að hesthúsum.

Knapafundur

Sunnudaginn 30. júní kl.18:00 verður haldinn knapafundur fyrir alla keppendur mótsins, foreldrar eru velkomnir með keppendum í yngri flokkum. Þar mun mótsstjóri og yfirdómari fara yfir allar helstu reglur og fyrirkomulag auk þess að svara fyrirspurnum.

Sýningarskrá kynbótahrossa

Ríflega 170 kynbótahross koma í einstaklingsdóm á landsmóti að þessu sinni, auk afkvæmahestanna sem eru ellefu talsins. Sýningarstjóri kynbótahrossa, Pétur Halldórsson, hefur lesið saman ráslista í hringvallagreinum og kynbótasýningum, til að kanna mögulega árekstra knapa sem sýna hross á báðum vígstöðvun, einfaldlega til þess að koma í veg fyrir þá.

Hundar á mótssvæði

Hundar eru velkomnir að kíkja á landsmótið í Víðidalnum með eigendum sínum. Það er þó nauðsynlegt fyrir eigendur þeirra að kynna sér nokkrar reglur um veru þeirra á svæðinu. Hugið fyrst og fremst að velferð þeirra, því áreitið er mikið á staðnum og dýrin geta orðið stressuð og óörugg og þannig líður engum vel. Fyrir suma hunda væri því skynsamlegast að vera í pössun á meðan landsmóti stendur.

Miðbæjarreið Landssambands hestamannafélaga

Nú styttist í miðbæjarreiðina sem fram fer á morgun, laugardag 29.júní kl 12:00. Reiðin hefst við BSÍ og þaðan verður haldið upp á Skólavörðuholtið og svo áfram í gengum miðbæinn, að Tjörninni og endar reiðin aftur á BSÍ.

Sleipnisbikarinn lagður af stað á Landsmót

Bikarinn okkar góði, Sleipnisbikarinn, var sóttur í gær og er ferð hans heitið á Landsmot Hestamanna þar sem hann verður veittur Álfakletti frá Syðri-Gegnishólum.

Partý mánudagsins

Partý mánudagsins verður verður án efa í herbúðum Horses of Iceland í félagheimili Fáks. Að lokinni keppni í barnaflokki býður Horses of Iceland öllum knöpum í barnaflokki Landsmóts í veislu, þar sem hverjum og einum keppanda er heimilt að taka með sér einn gest. Keppendum verða afhentar knapagjafir af ráðherra mennta- og barnamála, Ásmundi Einari Daðasyni.

Ráslistar Landsmóts 2024

Hér fyrir neðan má alla ráslista fyrir Landsmót í Reykjavík 2024, bæði íþróttakeppni og gæðingakeppni. Ráslistana er að sjálfsögðu líka að finna í HorseDay appinu góða.

Handverk, hestafatnaður o.m.fl. í markaðstjaldi

Á landsmótssvæðinu í Víðidal rís nú stórt og veglegt markaðstjald sem staðsett verður á besta stað, á möninni fyrir ofan Hvammsvöllinn. Handverk, hestafatnaður og margt fleira verður til sölu og sýnis. Þeir aðilar sem hafa nú tryggt sér pláss í markaðstjaldinu eru eftirfarandi: