Viltu sýna þína ræktun á Landsmóti í sumar?
14.06.2024
Sýningar ræktunarbúa eru jafnan einn af hápunktunum á landsmótum hestamanna og á LM2024 í Reykjavík verður engin breyting þar á og sýningar þeirra verða með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin mót. Ræktunarbúin eru á dagskrá mótsins föstudagskvöldið 5. júlí og munu áhorfendur geta kosið sína uppáhalds sýningu.