05.07.2024
B-úrslit í tölti fór fram í kvöld í blíðskaparveðri. Það var svo Gústaf Ásgeir Hinriksson sem stóð efstur á Össu frá Miðhúsum með einkunnina 8,61 en Flosi Ólafsson á Röðli frá Haukagili Hvítársíðu veitti þeim harða keppni og hlaut 8,56 í einkunn. Gústaf og Assa mæta því til leiks í A-úrslitum sem fara fram á morgun, laugardag, kl.21:10.
05.07.2024
Konráð Valur Sveinsson er sigurvegari í 150m skeiði á Kjarki frá Árbæjarhjáleigu á tímanum 13,75 sek. Konráð Valur er því tvöfaldur Landsmótssigurvegari á Landsmóti Hestamanna 2024.
Annar varð Þórarinn Ragnarsson á Bínu frá Vatnsholti á tímanum 14,19 sek og þriðji var Daníel Gunnarsson á Skálmöld frá Torfunesi á tímanum 14,21 sek.
05.07.2024
Konráð Valur og Kastor frá Garðshorni á Þelamörk eru Landsmótssigurvegarar í 250m skeiði á tímanum 21,50 sek.
Í öðru sæti var Sigursteinn Sumarliðason og Krókus frá Dalbæ á tímanum 21,72sek. Þriðji var Gústaf Ásgeir Hinriksson á Sjóð frá Þóreyjarnúpi á tímanum 22,01 sek.
05.07.2024
Það er mögnuð skemmtidagskrá framundan hér á Landsmóti.
Í kvöld spilar húsbandið á stórasviðinu og fram koma Gunni Óla, Helgi Björns, Hreimur og Salka Sól. Miðasala í hurð og er verðið 5.900 krónur. Svæðið opnar 21:00.
05.07.2024
Leikirnir á EM verða sýndir í Víntjaldinu hjá reiðhöllinni.
05.07.2024
Do not miss the lectures in the Education house down
at the Breeding track.
It starts at 13.00 pm and offers a full afternoon of
different topics.
The Breedingtrack is just some steps away, so its the perfect place
to stop by!
05.07.2024
Markaðstjaldið opnar klukkan 12:00 í dag föstudag vegna yfirlits stóðhesta sem fram fer á kynbótabraut við félagsheimili Fáks.
04.07.2024
Árni Björn Pálsson á Kastaníu frá Kvistum standa efst eftir forkeppni í tölti á Landsmóti hestamanna. Einkunnin 8,77. Stórkostlegar sýningar, veðrið frábært og brekkan þéttsetin. B-úrslit fara fram á föstudagskvöld kl.20:15 og A-úrslit á laugardagskvöld kl.21:10.