Matthías og Tumi Landsmótssigurvegarar í Ungmennaflokki
Matthías Sigurðsson fór Krýsuvíkurleiðina að sigri í Ungmennaflokki. Hann hafði deginum áður sigrað B-úrslitin í Ungmennaflokki og þar með tryggt sér sæti inn í A-úrslitin þar sem hann gerði sér lítið fyrir og sigraði! Matthías og Tumi frá Jarðbrú sigruðu Ungmennaflokkinn á Landsmóti 2024 með einkunnina 9,03! Innilega til hamingju!