Þátttökuréttur í gegnum stöðulista

Nú hafa skráningar skilað sér að mestu leyti í gegnum Sportfeng og má finna þær inná Horseday smáforritinu og biðjum við knapa að yfirfara hvort skráningar eru réttar. Mögulega vantar einhverjar skráningar ennþá inn í mótið, þar sem staðfestingu vegna greiðslu vantar, þess vegna er mikilvægt að senda kvittun fyrir greiðslum á motsstjori@fakur.is. Einnig erum við að hafa samband við þá knapa sem eru á stöðulistum til að ná tilskyldum fjölda þátttakenda í öllum keppnisgreinum mótsins.

Hér fyrir neðan er birtur með fyrirvara um villur, stöðulisti allra greina í gæðingakeppninni. Ef einhverjar athugasemdir eru við þessa lista, skal senda þær á mótsstjóra. Ef engar athugasemdir koma við þessum stöðulistum þá teljast þeir réttir.

Möguleiki er á að varahestar hjá þessum hestamannafélögum hafi breyst og biðjum við því forsvarsmenn þeirra að senda nýja varahesta inn á mótsstjóranetfangið, einnig ef einhver félög eiga eftir að senda inn varahesta, þá gera það eigi síðar en 23. júní.

Stöðulistarnir innihalda 6 hæstu knapa sem ekki náðu inn á LM 2024 í gegnum úrtökur hjá sínum hestamannafélögum. Forsvarsmenn félaga skrá og greiða fyrir þessa knapa með því að senda póst á motsstjori@fakur.is sem allra fyrst. 

Smellið hér til að skoða listann!

 

Athugasemdir