Fréttir

Hinrik Bragason og Trú frá Árbakka sigra gæðingaskeið

Hinrik Bragason og Trú frá Árbakka sigra gæðingaskeiðið og eru þar með fyrstu verðlaunahafar Landsmóts hestamanna 2024

Matthías og Tumi leiða ungmennaflokkinn

Sérstök forkepppni í B-flokki ungmenni Landsmóts er nú lokið. Efstur eftir forkeppni stendur Tumi frá Jarðbrú og knapi hans Matthías Sigurðsson með 8.91 í einkunn. Keppni hófst kl.18:40 og sýndu 82 keppendur hesta sína í sérstakri forkeppni. Allar einkunnir er að finna hér fyrir neðan og á heimasíðu mótsins undir flipanum Niðurstöður. Í HorseDay appinu er einnig að finna allar niðurstöður og sundurliðaðar einkunnir. 30 efstu hestar og knapar halda svo áfram í milliriðla sem fara fram á miðvikudaginn kl.14:10. Innilega til hamingju með árangur dagsins knapar!

Vallarvinna alla morgna

Keppendur athugið! Vallarvinna starfsmanna mótsins mun fara fram alla morgna, klukktíma áður en skipulögð keppnisdagskrá hefst.

Forkeppni B-flokks lokið!

Sérstök forkepppni í B-flokki Landsmóts er nú lokið. Efstur eftir forkeppni stendur Kór frá Skálakoti og knapi hans Jakob Svavar Sigurðsson með 8.89 í einkunn.

ATH! Svindl síður!

Kæru landsmótsgestir! Við viljum vekja athygli ykkar á því að óprúttnir aðilar hafa sett upp svindl síður á samfélagsmiðlum og þá aðallega Facebook. Þessar síður eru nú að reyna að selja áhugasömum "Live stream" eða lifandi streymi af keppni Landsmóts. Allt streymi af mótinu er hjá ALENDIS, www.alendis.is, og hvergi annarsstaðar.

Efstu 30 í Barnaflokki

Sérstök forkepppni í Barnaflokki Landsmóts er nú lokið. Keppnin fór fram í morgun og allar einkunnir er að finna hér á heimasíðunni undir flipanum Niðurstöður. Í HorseDay appinu er einnig að finna allar niðurstöður og sundurliðaðar einkunnir. 30 efstu hestar og knapar halda svo áfram í milliriðla sem fara fram á miðvikudaginn kl.11:00. Innilega til hamingju með árangur dagsins!

RÚV sendir út frá LM

Partý kl.15:00

Við minnum á PARTÝIÐ hjá keppendum í barnaflokki í félagsheimili Fáks kl.15:00 í dag, mánudag, í herbúðum Horses of Iceland. Hverjum keppanda er heimilt að bjóða með sér einum gesti.

Keppni í barnaflokki lokið!

Nú er keppni í barnaflokki lokið og það er óhætt að segja að sýningar yngstu knapanna voru stórglæsilegar!

Landsmót byrjað!

Landsmót hestamanna 2024 er byrjað! Keppendur í barnaflokki riðu á vaðið kl.8:30 í morgun og stendur keppni enn yfir. Spennandi verður að sjá hvaða 30 knapar ná inn í milliriðla og halda áfram keppni og munu svo berjast um sæti í úrslitum.