Sýning ræktunarbúa - listi yfir búin sem koma fram

mbl.is / Styrmir Kári 2022
mbl.is / Styrmir Kári 2022

Sýningar ræktunarbúa skipa heiðurssess á landsmótum hestamanna og á LM2024 verður engin breyting þar á. Tilhögun sýninga verður með svipuðu sniði og verið hefur á undanförnum mótum, þ.e. að þátttaka verði bundin við 10 ræktunarbú. Ræktunarbúin eru á dagskrá mótsins föstudagskvöldið 5. júlí og mun áhorfendum verða boðið að velja bestu ræktunarbússýninguna.

Það ræktunarbú sem sigrar á föstudagskvöldi ávinnur sér þann heiður að koma fram á laugardagskvöldinu í skemmtidagskrá kvöldvöku. Sýningartími á hvert bú er 5 mínútur. Útfærsla sýningar er alfarið á ábyrgð forráðamanna. Fótaskoðun verður viðhöfð og gilda reglur gæðingakeppni þar um, auk allra viðmiðana mótsins um heilbrigði og dýravelferð. Að lágmarki skulu 5 hross sýnd og þurfa þau að vera frá sama lögbýli, eða fædd meðlimum sömu fjölskyldu.

Þátttakendur velja tónlist sjálfir og hafa samráð við þul hvernig búið skuli kynnt. Sýnendum býðst að nota risaskjá til kynningar á búinu á meðan sýningu stendur og einnig að senda inn efni á vef landsmóts.

Ræktunarbúum ársins 2023 er boðin þátttaka sem og keppnishestabúi ársins 2023 en það eru Þúfur, Fákshólar og Strandarhjáleiga.

Mótsstjórn valdi af handahófi þessi ræktunarbú til þátttöku í sýningu ræktunarbúa: 

Álfhólar
Eystri-Hóll
Flugumýri
Hrafnagil
Hraunhamar
Íbishóll
Lækjarbrekka
Margrétarhof
Strandarhöfuð
Sumarliðabær
Þjóðólfshagi 1

Athugasemdir