Fréttir

Konráð Valur þrefaldur sigurvegari skeiðgreina Landsmóts

Konráð Valur Sveinsson sigraði 100m fljúgandi skeið á Landsmóti á tímanum 7,45 sek á hesti sínum Kastor frá Garðshorni á Þelamörk. Þar með hefur Konráð Valur sigrað þrjár skeiðgreinar Landsmóts, 100m fljúgandi skeið, 150m skeið og 250m skeið. Innilega til hamingju!

Jakob Svavar og Skarpur frá Kýrholti Landsmótssigurvegari í tölti

Það var hart barist í A-úrslitum í tölti í algjörlega frábæru veðri í Víðidalnum í kvöld. Efstur inn í úrslitin var Árni Björn Pálsson á Kastaníu frá Kvistum og næstefstur var Jakob Svavar Sigurðsson og Skarpur frá Kýrholti. Það varð fljótlega ljóst að þeir tveir myndu heyja harða baráttu

Ásmundur Ernir Snorrason hlaut reiðmennskuverðlaun FT

Ásmundur Ernir Snorrason hlaut fyrr í kvöld reiðmennskuverðlaun FT. Ásmundur hefur frá unga aldri verið áberandi á keppnisbrautinni. Á Landsmótinu sýndi hann marga hesta með góðum árangri.

Sirkus og Hanna Rún sigurvegarar í B-úrslitum í A-flokki

Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk og Hanna Rún Ingibergsdóttir voru rétt í þessu að tryggja sér sæti í A-úrslitum í A-flokki. Sirkus og Hanna Rún stóðu efst að loknum B-úrslitum í A-flokki með einkunnina 8,922. Þau mæta því til leiks á sunnudaginn kl. 15:40. Hér má sjá niðurstöður B-úrslita í A-flokki.

Pensill og Elvar sigra B-úrslit í B-flokki

Pensill frá Hvolsvelli og Elvar Þormarsson sigra B-úrslitin í B-flokki með einkunnina 9,014. Þeir mæta því í A-úrslitin í B-flokki á morgun, sunnudaginn 7.júlí. Ljósmynd @Jón Björnsson.

Matthías og Tumi sigruðu B-úrslit í Ungmennaflokki

Matthías Sigurðsson og Tumi frá Jarðbrú sigruðu B-úrslit í Ungmennaflokki með einkunnina 9,088. Þeir mæta því til leiks í A-úrslit í Ungmennaflokki á sunnudaginn. Innilega til hamingju!

Reykjavíkurborg styður við bakið á Landsmóti

Íbishóll sigurvegari ræktunarbúa!

Frábærar sýningar ræktunarbúa! Það voru frábærar sýningar ræktunarbúa sem sáust hér á aðalvellinum í gærkvöldi en samtals 12 ræktunarbú komu fram. Samhliða sýningu ræktunarbúa fór fram símakosning þar sem áhorfendur höfðu kost á að kjósa sitt ræktunarbú áfram og gefa því kost á að koma aftur fram á laugardagskvöldinu.

Svandís Aitken og Fjöður frá Hrísakoti sigraði B-úrslit í Unglingaflokki

Svandís Aitken Sævarsdóttir sigraði B-úrslit í Unglingaflokki á Fjöður frá Hrísakoti með einkunnina 8,88. Þær stöllur mæta því til leiks á sunnudaginn í A-úrslit. Innilega til hamingju!

Una Dagbjört sigraði B-úrslit í Barnaflokki