Ásmundur Ernir Snorrason hlaut reiðmennskuverðlaun FT

Ásmundur Ernir Snorrason hlaut fyrr í kvöld reiðmennskuverðlaun FT.  Ásmundur hefur frá unga aldri verið áberandi á keppnisbrautinni. Á Landsmótinu sýndi hann marga hesta með góðum árangri. Hæst ber að nefna Hlökk frá Strandarhöfði í slaktaumatölti þar sem hann stendur efstur eftir forkeppni og Ask frá Holtsmúla í A-flokki gæðinga. Ásmundur er góð fyrirmynd innan vallar sem utan, hestarnir ávallt vel til hafðir og undirbúnir undir þau átök sem ætlast er til af þeim. Viðhorf hans til hestanna er eitthvað sem allir geta tekið sér til fyrirmyndar, öllum hestum er mætt með jákvæðni og hann hefur mikla trú á hverjum einstaklingi. Ásmundur Ernir Snorrason hlýtur reiðmennskuverðlaun FT. Innilega til hamingju! 

Ljósmynd @Barla Isenbügel


Athugasemdir