Reykjavíkurborg styður við bakið á Landsmóti

Það væri ekki hægt að halda Landsmót án aðkomu og stuðnings Reykjavíkurborgar sem strax í upphafi bauð fram krafta sína til að fara í uppbyggingu og viðhald á innviðum svæðisins í Víðidal. 

Með hjálp Reykjavíkurborgar getum við boðið upp á aðstöðu á heimsmælikvarða eins og knapar og gestir mótsins hafa orðið vitni að á síðustu dögum. Víðidalur skartar sínu fegursta og verður Reykjavíkurborg seint þakkaður sá stuðningur við okkur hestamenn. 

Síðastliðið fimmtudagskvöld kom borgarstjóri, Einar Þorsteinsson, og setti mótið en hátt í 200 knapar ásamt hestum sínum tóku þátt í hópreið setningarhátíðar.

 


Athugasemdir