Það var hart barist í A-úrslitum í tölti í algjörlega frábæru veðri í Víðidalnum í kvöld. Efstur inn í úrslitin var Árni Björn Pálsson á Kastaníu frá Kvistum og næstefstur var Jakob Svavar Sigurðsson og Skarpur frá Kýrholti. Það varð fljótlega ljóst að þeir tveir myndu heyja harða baráttu. Níu, níu-fimmur og tíur fóru á loft og sýningar knapa voru stórkostlegar. Það fór svo að lokum að Jakob Svavar og Skýr höfðu betur og sigruðu tölt á Landsmóti 2024. Þeir hlutu hvorki meira né minna en 9,39 í einkunn! Innilega til hamingju! Ljósmynd @Barla Isenbügel
Hér má sjá niðurstöður A-úrslita í tölti:
Sæti |
Keppandi |
Heildareinkunn |
1 |
Jakob Svavar Sigurðsson / Skarpur frá Kýrholti |
9,39 |
2 |
Árni Björn Pálsson / Kastanía frá Kvistum |
9,06 |
3 |
Gústaf Ásgeir Hinriksson / Assa frá Miðhúsum |
8,72 |
4 |
Teitur Árnason / Fjalar frá Vakurstöðum |
8,44 |
5 |
Mette Mannseth / Hannibal frá Þúfum |
8,28 |
6 |
Páll Bragi Hólmarsson / Vísir frá Kagaðarhóli |
8,06 |
Athugasemdir