07.07.2024
Konráð Valur Sveinsson sigraði 100m fljúgandi skeið á Landsmóti á tímanum 7,45 sek á hesti sínum Kastor frá Garðshorni á Þelamörk. Þar með hefur Konráð Valur sigrað þrjár skeiðgreinar Landsmóts, 100m fljúgandi skeið, 150m skeið og 250m skeið. Innilega til hamingju!
06.07.2024
Það var hart barist í A-úrslitum í tölti í algjörlega frábæru veðri í Víðidalnum í kvöld. Efstur inn í úrslitin var Árni Björn Pálsson á Kastaníu frá Kvistum og næstefstur var Jakob Svavar Sigurðsson og Skarpur frá Kýrholti. Það varð fljótlega ljóst að þeir tveir myndu heyja harða baráttu
06.07.2024
Ásmundur Ernir Snorrason hlaut fyrr í kvöld reiðmennskuverðlaun FT. Ásmundur hefur frá unga aldri verið áberandi á keppnisbrautinni. Á Landsmótinu sýndi hann marga hesta með góðum árangri.
06.07.2024
Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk og Hanna Rún Ingibergsdóttir voru rétt í þessu að tryggja sér sæti í A-úrslitum í A-flokki. Sirkus og Hanna Rún stóðu efst að loknum B-úrslitum í A-flokki með einkunnina 8,922. Þau mæta því til leiks á sunnudaginn kl. 15:40. Hér má sjá niðurstöður B-úrslita í A-flokki.
06.07.2024
Pensill frá Hvolsvelli og Elvar Þormarsson sigra B-úrslitin í B-flokki með einkunnina 9,014. Þeir mæta því í A-úrslitin í B-flokki á morgun, sunnudaginn 7.júlí. Ljósmynd @Jón Björnsson.
06.07.2024
Matthías Sigurðsson og Tumi frá Jarðbrú sigruðu B-úrslit í Ungmennaflokki með einkunnina 9,088. Þeir mæta því til leiks í A-úrslit í Ungmennaflokki á sunnudaginn. Innilega til hamingju!
06.07.2024
Frábærar sýningar ræktunarbúa!
Það voru frábærar sýningar ræktunarbúa sem sáust hér á aðalvellinum í gærkvöldi en samtals 12 ræktunarbú komu fram. Samhliða sýningu ræktunarbúa fór fram símakosning þar sem áhorfendur höfðu kost á að kjósa sitt ræktunarbú áfram og gefa því kost á að koma aftur fram á laugardagskvöldinu.
06.07.2024
Svandís Aitken Sævarsdóttir sigraði B-úrslit í Unglingaflokki á Fjöður frá Hrísakoti með einkunnina 8,88. Þær stöllur mæta því til leiks á sunnudaginn í A-úrslit. Innilega til hamingju!