Fréttir

Leynir og Eyrún efst í A-flokki með 8,94

Það var hart barist í milliriðlum í A-flokki í dag. Leynir frá Garðshorni á Þelamörk og Eyrún áttu stórgóða sýningu sem skilaði þeim efsta sætinu eftir keppni í milliriðlum og þau koma því efst inn í A-úrslitin sem fara fram sunnudaginn. Niðurstöður má sjá hér:

Þröstur frá Kolsholti stendur efstur eftir milliriðla

Milliriðlar í B-flokki fóru fram í dag á Landsmóti hestamanna. Efstur eftir milliriðla og kemur efstur inn í A-úrslitin er Þröstur frá Kolsholti með 8,86 í einkunn. Knapi er Helgi Þór Guðjónsson. Rétt á eftir honum er Safír frá Mosfellsbæ, knapi Sigurður V. Matthíasson með 8,83 í einkunn. B-úrslit í B-flokki fara fram á laugardaginn kl.16:30 og A-úrslit í B-flokki fara fram á sunnudaginn kl.14:05.

Ábyrgð áhorfenda

Kæru gestir Landsmóts - vinsamlegast athugið! Gott er að hafa í huga að gestum er ekki leyfilegt að ræða við eða segja til þeim knöpum sem eru í braut í keppni.

Það er BALL í kvöld!

ATH! Svindl síður

Kæru landsmótsgestir! Við viljum vekja athygli ykkar á því að óprúttnir aðilar hafa sett upp svindl síður á samfélagsmiðlum og þá aðallega Facebook. Þessar síður eru nú að reyna að selja áhugasömum "Live stream" eða lifandi streymi af keppni Landsmóts. Allt streymi af mótinu er hjá ALENDIS, www.alendis.is, og hvergi annarsstaðar.

Eik og Blær efst eftir milliriðla

Keppni í milliriðlum í unglingaflokki er nú lokið. Það er Eik Elvarsdóttir á Blæ frá Prestbakka sem leiðir og kemur efst inn í A-úrslit með einkunnina 8,75. Á hæla hennar kemur Elva Rún Jónsdóttir á Straum frá Hofsstöðum, Garðabæ, með einkunnina 8,71.

Niðurstöður fyrri umferðar í skeiðkappreiðum

Fyrri umferð skeiðkappreiða fór fram í gærkvöldi. Keppt er á skeiðbrautinni hjá kynbótavelli. Góðir tímar náðust en spennandi verður að fylgjast með seinni umferð kappreiðanna á morgun, föstudag, kl.16:20. Þá verða landsmótssigurvegarar í 150m og 250m skeiði krýndir. Ljósmynd @collet.bert

Matseðill dagsins hjá Spírunni og Kokkunum

Yfirlit hryssur

Dagskrá fimmtudagsins 4.júlí