01.07.2024
Sérstök forkepppni í Barnaflokki Landsmóts er nú lokið. Keppnin fór fram í morgun og allar einkunnir er að finna hér á heimasíðunni undir flipanum Niðurstöður. Í HorseDay appinu er einnig að finna allar niðurstöður og sundurliðaðar einkunnir. 30 efstu hestar og knapar halda svo áfram í milliriðla sem fara fram á miðvikudaginn kl.11:00. Innilega til hamingju með árangur dagsins!
01.07.2024
Við minnum á PARTÝIÐ hjá keppendum í barnaflokki í félagsheimili Fáks kl.15:00 í dag, mánudag, í herbúðum Horses of Iceland. Hverjum keppanda er heimilt að bjóða með sér einum gesti.
01.07.2024
Nú er keppni í barnaflokki lokið og það er óhætt að segja að sýningar yngstu knapanna voru stórglæsilegar!
01.07.2024
Landsmót hestamanna 2024 er byrjað! Keppendur í barnaflokki riðu á vaðið kl.8:30 í morgun og stendur keppni enn yfir. Spennandi verður að sjá hvaða 30 knapar ná inn í milliriðla og halda áfram keppni og munu svo berjast um sæti í úrslitum.
30.06.2024
Við eigum von á miklum fjölda keppenda á landsmótssvæðið sem mun taka þátt í forkeppni gæðingakeppnis og fordómum kynbótasýninga. Fjöldinn verður mestur mánudag og þriðjudag, en fer svo fækkandi eftir því sem á líður vikuna
30.06.2024
Knapafundur Landsmóts 2024 fór fram fyrr í kvöld í Lýsishöllinni í Fáki. Fundurinn var mjög fjölmennur og mátti finna mikla eftirvæntingu hjá knöpum að hefja keppni.
30.06.2024
Kokkarnir veisluþjónusta og veitingastaðurinn Spíran munu bjóða upp á dýrindis heimilismat á hagstæðu verði meðan á landsmótinu stendur. Veitingaaðstaða þeirra verður staðsett í reiðhöllinni. Þar er rúmgóð aðstaða til að setjast niður, gæða sér á dýrindis hagstæðum gæðamat og fylgjast með keppni, og jafnvel fótboltanum, á stórum skjá.
29.06.2024
Tjaldsvæði á Landsmóti hestamanna hefur opnað og eru fyrstir nú þegar búnir að koma sér fyrir.
Tjaldgestir mótsins eru velkomnir á tjaldstæði landsmóts í Reykjavík.
Sala á tjaldstæðum, bæði með og án rafmagns, fer fram á tix.is.
Enn eru laus rafmangsstæði á tjaldsvæði.
29.06.2024
Miðbæjarreiðin Landssambands hestamannafélaga fór fram í dag í blíðskaparveðri. Fyrir miðbæjarreiðinni fóru Hjörtur Bergstað, formaður stjórnar Landsmóts 2024, Guðni Halldórsson formaður Landsambands hestamannafélaga, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Jónína Björk Vilhjálmsdóttir formaður hestamannafélagsins Spretts.