01.07.2024
Sérstök forkepppni í B-flokki Landsmóts er nú lokið. Efstur eftir forkeppni stendur Kór frá Skálakoti og knapi hans Jakob Svavar Sigurðsson með 8.89 í einkunn.
01.07.2024
Kæru landsmótsgestir! Við viljum vekja athygli ykkar á því að óprúttnir aðilar hafa sett upp svindl síður á samfélagsmiðlum og þá aðallega Facebook. Þessar síður eru nú að reyna að selja áhugasömum "Live stream" eða lifandi streymi af keppni Landsmóts. Allt streymi af mótinu er hjá ALENDIS, www.alendis.is, og hvergi annarsstaðar.
01.07.2024
Sérstök forkepppni í Barnaflokki Landsmóts er nú lokið. Keppnin fór fram í morgun og allar einkunnir er að finna hér á heimasíðunni undir flipanum Niðurstöður. Í HorseDay appinu er einnig að finna allar niðurstöður og sundurliðaðar einkunnir. 30 efstu hestar og knapar halda svo áfram í milliriðla sem fara fram á miðvikudaginn kl.11:00. Innilega til hamingju með árangur dagsins!
01.07.2024
Við minnum á PARTÝIÐ hjá keppendum í barnaflokki í félagsheimili Fáks kl.15:00 í dag, mánudag, í herbúðum Horses of Iceland. Hverjum keppanda er heimilt að bjóða með sér einum gesti.
01.07.2024
Nú er keppni í barnaflokki lokið og það er óhætt að segja að sýningar yngstu knapanna voru stórglæsilegar!
01.07.2024
Landsmót hestamanna 2024 er byrjað! Keppendur í barnaflokki riðu á vaðið kl.8:30 í morgun og stendur keppni enn yfir. Spennandi verður að sjá hvaða 30 knapar ná inn í milliriðla og halda áfram keppni og munu svo berjast um sæti í úrslitum.
30.06.2024
Við eigum von á miklum fjölda keppenda á landsmótssvæðið sem mun taka þátt í forkeppni gæðingakeppnis og fordómum kynbótasýninga. Fjöldinn verður mestur mánudag og þriðjudag, en fer svo fækkandi eftir því sem á líður vikuna
30.06.2024
Knapafundur Landsmóts 2024 fór fram fyrr í kvöld í Lýsishöllinni í Fáki. Fundurinn var mjög fjölmennur og mátti finna mikla eftirvæntingu hjá knöpum að hefja keppni.
30.06.2024
Kokkarnir veisluþjónusta og veitingastaðurinn Spíran munu bjóða upp á dýrindis heimilismat á hagstæðu verði meðan á landsmótinu stendur. Veitingaaðstaða þeirra verður staðsett í reiðhöllinni. Þar er rúmgóð aðstaða til að setjast niður, gæða sér á dýrindis hagstæðum gæðamat og fylgjast með keppni, og jafnvel fótboltanum, á stórum skjá.