Aðkoma hrossa og hestakerra á mótssvæðið

Öll aðkoma hrossa á kerrrum og umferð bíla með hestakerrur er um Selásbraut.

Innakstur í traðir
Þeir sem fara í hesthúsin staðsettum í tröðum þurfa að keyra upp Selásbraut, að Selásskóla (merkt með rauðu), snúa þar við á hringtorginu og koma tilbaka niður Selásbraut og beygja þar til hægri inn á reiðveginn (merkt með bláu). Ekki er hægt að taka vinstri beygju af Selásbraut beint inn á reiðveginn. ATH á stuttum kafla mætist akstursleið inn og út úr tröðum, og því mikilvægt að bílstjórar hinkri og sýni tillitssemi ef umferð er á móti. 

Útakstur úr tröðum
Akstursleið úr tröðum er eftir reiðstíg (merkt með grænu). ATH á stuttum kafla mætist akstursleið inn og út úr tröðum, og því mikilvægt að bílstjórar hinkri og sýni tillitssemi ef umferð er á móti. 

Inn- og útakstur í Faxaból 
Þeir sem fara í hesthús við Faxaból keyra beint áfram og niður brekkuna framhjá reiðhöllinni og inn í efri götuna við Faxaból. Sama leið út af mótssvæði. 

Allir bílar þurfa að vera með þar tilgerðan miða í bílunum sínum, sem hægt verður að fá á knapafundi, til að komast inn í hesthúsahverfin. 


Athugasemdir