Sleipnisbikarinn lagður af stað á Landsmót

Bikarinn okkar góði, Sleipnisbikarinn, var sóttur í gær og er ferð hans heitið á Landsmot Hestamanna þar sem hann verður veittur Álfakletti frá Syðri-Gegnishólum. Við þurfum því að sýna tóman skáp og segja frá bikarnum og hans sögu að honum fjarverandi sem er auðvitað bara skemmtilegt, því fjarvera hans þýðir að sagan er í lifandi mótun en ekki eingöngu orðinn gamall safngripur.
Hér er gömul skemmtileg umfjöllun úr Landanum um bikarinn síðan 2015. Mjög áhugverð umfjöllun.
 
Frétt tekin af síðu Söguseturs íslenska hestsins. 

Athugasemdir