Það er mögnuð skemmtidagskrá framundan hér á Landsmóti.
Í kvöld eftir dagskrá spilar á sviðinu í reiðhöllinni the Bookstore Band en þau spila fjölbreytta erlenda tónlist í bland við eitthvað íslenskt og gott. Miðasala í hurð og er verðið 4.900 krónur. Svæðið opnar 21:00.
Á morgun föstudag spilar húsbandið á stórasviðinu og fram koma Gunni Óla, Helgi Björns, Hreimur og Salka Sól. Miðasala í hurð og er verðið 5.900 krónur. Svæðið opnar 21:00.
Á laugardag stíga á svið engir aðrir en goðsagnirnar Helgi Björns, Stefán Hilmarsson, Sigga Beinteins, Magni, Jónsi, Gunni og Hreimur að ógleymdum Emmsjé Gauta og Hr Hnetusmjör. Miðasala í hurð og er verðið 5.900 krónur. Svæðið opnar 21:00.
Athugasemdir