Gústaf og Assa sigra B-úrslit í tölti

B-úrslit í tölti fór fram í kvöld í blíðskaparveðri. Það var svo Gústaf Ásgeir Hinriksson sem stóð efstur á Össu frá Miðhúsum með einkunnina 8,61 en Flosi Ólafsson á Röðli frá Haukagili Hvítársíðu veitti þeim harða keppni og hlaut 8,56 í einkunn. Gústaf og Assa mæta því til leiks í A-úrslitum sem fara fram á morgun, laugardag, kl.21:10.
Hér eru niðurstöður B-úrslitanna: 

Sæti Keppandi Heildareinkunn
6 Gústaf Ásgeir Hinriksson / Assa frá Miðhúsum 8,61
7 Flosi Ólafsson / Röðull frá Haukagili Hvítársíðu 8,56
8 Ragnhildur Haraldsdóttir / Úlfur frá Mosfellsbæ 8,11
9 Kristín Lárusdóttir / Strípa frá Laugardælum 7,89
10 Helga Una Björnsdóttir / Stjörnuþoka frá Litlu-Brekku 7,72

Athugasemdir