Kynning á ræktunarbúum

Ræktunarbú á Landsmóti

Sýning ræktunarbúa fer fram í kvöld föstudaginn 5 júlí og er von á mikilli veislu. Tilhögun sýninga verður með svipuðu sniði og verið hefur á undanförnum mótum, þ.e. að þátttaka verður bundin við10 ræktunarbú. Áhorfendur munu svo velja bestu ræktunarbússýninguna.  Það ræktunarbú sem hlýtur flest atkvæði í kvöld ávinnur sér þann heiður að koma fram á nýjan leik á laugardagskvöldinu. Hér að neðan er stutt kynning á ræktunarbúunum sem koma fram í kvöld.

Álfhólar
Fjölskyldan Álfhólum hefur ræktað hross í tugi ára og er ræktunin byggð á hornarfjarðar stofni Valdimars í Álfhólum. Frá búinu hafa komið mörg glæsihross sem margir muna eftir, Díva, Þrumufleygur, Dagfari, Svarta- Perla svo mætti lengi telja.

Eystri-Hóll
Á búinu standa Sigurður Grétar Halldórsson og fjölsk.
Halldór Hróarr Sigurðsson og fjölsk.
Og Ævar Örn Guðjónsson og fjölsk.

Flugumýri
Flugumýri er þekkt hrossaræktarbú á Norðurlandi. Þeim hefur gengið mjög vel í ræktun og ræktað mörg þekkt hross. Þau bjóða einnig  upp á bæjaheimsóknir og hestasýningar fyrir ferðamenn og gistingu í þremur notalegum íbúðum.

Hrafnagil
Á Hrafnagili er lögð áhersla á rými, fas og fótaburð ásamt úrvals vilja og geðslagi. Í ræktuninni má finna hryssur sem eru af gamla stofninum á Hrafnagili og má rekja ættir þeirra hryssna til Hrímnis gamla frá Hrafnagili.

Íbishóll
Ræktun Magnúsar Braga Magnússonar og fjölskyldu. Þaðan hafa komið margir þekktir gæðingar, þar á meðal Óskasteinn frá Íbishóli.

Lækjarbrekka
Hrossabúið Lækjarbrekka, Hornafirði hóf ræktun hrossa fyrir 20 árum. Á Lækjabrekku er er lögð áhersla á að rækta alhliða hross með úrvals tölt og gott geðslag, mikið rými og að hrossin nýtist jafnt í keppni eða sem góðir reiðhestar.

Margrétarhof
Á Króki í Ásahrepp er rekið hrossaræktarbúið Margrétarhof og er nafnið vísun í nafn á ræktunarbúi Margaretehof í Svíþjóð sem Montan fjölskyldan á og rekur en þau eiga Margrétarhof á íslandi ásamt Reyni Erni Pálmasyni. Á búinu fæðast um 30 folöld á ári og eru um 20 í eigu Margrétarhofs, Reynis Og Aðalheiðar Önnu Guðjónsdóttur sem einnig er yfirþjálfari, temur og sýnir öll hrossin.

Ragnheiðarstaðir
Ragnheiðastaðir er hrossaræktarbú í eigu Helga Jóns Harðarsonar og fjölskyldu. Fjölskyldan stundar hestamennsku í Hafnarfirðinum á félagssvæði Sörla en einnig á jörð sinni Ragnheiðarstöðum í Flóa þaðan sem hrossin eru kennd við.  Meðalfjöldi folalda síðastliðin ár eru um 4 og hefur fjölskyldan verið einstaklega heppin með hrossin sín frá upphafi.

Strandarhöfuð
Strandarhöfuð er í eigu Guðmundar Más Stefánssonar, Auðar Möller og fjölskyldu. Þar hefur verið stunduð hrossarækt frá 2003 og rekin tamningastöð um árabil. Ásmundur Ernir Snorrason og Stella Sólveig Pálmarsdóttir hafa um lengri tíma verið aðal tamningamennirnir og haft áhrif  á ræktunina. Með góðri samvinnu hafa komið fram fjöldinn allur af bæði kynbótahrossum og ekki síst keppnishrossum. Markmið ræktunarinnar er að rækta hágeng, falleg keppnishross með gott geðslag

Sumarliðabær
Sumarliðabær er ungt og upprennandi hrossaræktarbú á Suðurlandi. Markmiðið er að rækta kjarkmikil, mjúk afkastahross með hrein gangskil. Með öðrum orðum, hin íslenska gæðing.

Þjóðólfshagi 1
Siggi byrjaði að rækta hross frá Þjóðólfshaga arið 2000. Fyrsta hrossið sem var ræktað var Kjarni frá Þjóðólfshaga 1 og hann for i 1. verðlaun sem klárhestur með 9,5 fyrir tölt og siðar i 1. verðlaun fyrir afkvæmi. Kjarni var undan Kringlu frá Kringlumýri og Andvara frá Ey. Arið 2004 kom fyrsti árgangurinn og ur árgangnum komu 10 folöld það arið, og af þeim voru 8 sem fóru i 1. verðlaun. I þessum fyrsta árgang var Gletta frá Þjóðólfshaga (sem var tvöfaldur Landsmót sigurveri i kynbótasýningum- sigraði 4 vetra flokk hryssna 2008 og 7 vetra flokk hryssuna 2012) og Glæða frá Þjóðólfshaga 1 sem er heiðursverdlaunhryssa fyrir afkvæmi í dag með 9,5 tölt.

Þúfur
Þúfur er margverðlaunað ræktunarbú. M.a. Ræktunarbú ársins 2020 og 2023 og Keppnishestabú ársins 2021. Á búinu eru m.a. 7 heiðursverðlaunahross; Trymbill, Hróður, Píla,  Lýsing, Happadís, Kyrrð og Grýla. Þúfur rækta léttleikahross útaf Kolfinni, Náttfara, Gáska og Lygnu frá Stangarholti.

 


Athugasemdir