Viltu sýna þína ræktun á Landsmóti í sumar?

Það ræktunarbú sem flest atkvæði hlýtur á föstudagskvöldi ávinnur sér þann heiður að koma fram á laugardagskvöldinu í skemmtidagskrá kvöldvöku.

Mikilvæg atriði varðandi ræktunarbússýningar:

  • Sýningartími á hvert bú er 5 mínútur.
  • Útfærsla sýningar er alfarið á ábyrgð forráðamanna.
  • Fóta- og útbúnaðarskoðun verður viðhöfð auk þeirra viðmiðana um heilbrigði sem mótsstjórn LM setur.
  • Að lágmarki skulu 5 hross sýnd og þurfa þau að vera frá sama lögbýli, eða fædd meðlimum sömu fjölskyldu.
  • Þátttakendur velja tónlist sjálfir og senda inn texta til þula varðandi kynningu á búinu.
  • Á stjórskjá og LED birtast auglýsingar frá búinu á meðan sýningu stendur.

Ræktunarbúi ársins 2023 er boðin þátttaka sem og keppnishestabúi ársins 2023. Skráningargjaldið er kr. 220.000.

Þeir hrossaræktendur sem hafa áhuga á að koma fram með sinn hóp eru beðnir að senda inn umsókn um slíkt og athugið að gefa upp nákvæmar upplýsingar um hvaða hross er stefnt með á sýninguna.

Umsóknarfrestur er til 20. júní.

Umsóknir skulu sendar á netfangið motsstjori@fakur.is.

 


Athugasemdir