Íslenska smáforritið HorseDay færir upplifun þína á Landsmóti upp á hærra plan! Með allar nýjustu upplýsingar frá hverri keppni og kynbótasýningu, sér appið til þess að þú sért með puttan á púlsinum út mótið.
Notandavæna viðmót HorseDay gerir fólki auðvelt fyrir að nálgast dagskrá, ráslista og lifandi niðurstöður, hvort sem það sé á mótinu sjálfu eða annarsstaðar. Með því að kveikja á tilkynningum fyrir Landsmót geta áskrifendur fylgst með gangi mótsins, bæði á keppnis- og kynbótabrautinni og fengið þannig reglulegar uppfærslur beint í símann. Þar að auki geta þeir skoðað fyrrum keppnisárangur hvers hross aftur í tímann ásamt ítarlegum upplýsingum um störf dómara á mótinu. Þá eru skoðaðar útstrikarnir, frávik í einkunnagjöf og sætaröðun sem sýnir áhorfendum meira inn í dómstörfin.
Þar sem HorseDay er tengt við WorldFeng geta notendur flett upp hrossum og fengið ítarlegar upplýsingar um þau á borð við ætterni, fyrrum keppnisárangur, kynbótadóma og fleira.
Nýja Silfur áskriftarleiðin er einmitt hönnuð til að fólk geti fengið sem bestu upplifun af Landsmóti! Sæktu HorseDay appið og þú missir ekki úr hófataki á Landsmóti.
Athugasemdir