Á Landsmóti verður keppt í öllum íþróttagreinum í meistaraflokki. Venju samkvæmt eru krýndir Landsmótssigurvegarar í tölti T1 og kappreiðaskeiði (100m, 150m og 250m). Aðrar greinar verða sýningargreinar og eru þær fjórgangur V1, fimmgangur F1, slaktaumatölt T2 og gæðingaskeið. Riðin verður hefðbundin forkeppni og A-úrslit.
Mótshaldarar setja eftirfarandi skilyrði við þátttöku í sýningargreinum mótsins:
- 20 efstu knapar á stöðulista, 18 ára og eldri, öðlast þátttökurétt.
- Þátttökuréttur miðast við stöðulista þann 17. júní
- Heimsmeistarar öðlast sjálfkrafa þátttökurétt.
Meðfylgjandi eru fjöldi þátttakenda í hverri grein
- 30 knapar í tölti T1
- 20 knapar í 100m skeiði P2
- 14 knapar í 150m skeiði P3
- 14 knapar í 250m skeiði P1
- 20 knapar í gæðingaskeiði PP1
- 20 knapar í fjórgangi V1
- 20 knapar í fimmgangi F1
- 20 knapar í slaktaumatölti T2
Athugasemdir