Fjölmennur knapafundur

Knapafundur Landsmóts 2024 fór fram fyrr í kvöld í Lýsishöllinni í Fáki. Fundurinn var mjög fjölmennur og mátti finna mikla eftirvæntingu hjá knöpum að hefja keppni.

Formenn hestamannafélaganna tveggja, Spretts og Fáks, sem að mótinu standa buðu knapa velkomna og þökkuðu þeim sjálfboðaliðum sem hafa unnið gríðarlega mikið og gott starf fyrir þeirra vinnu í undirbúningi mótsins. Mótsstjóri Landsmóts, Hilda Karen Garðarsdóttir, fjallaði um fyrirkomulag og skipulag keppninnar og yfirdómari Landsmóts, Oddrún Ýr Sigurðardóttir fór yfir helstu punkta sem snúa að keppni. Oddur Ólafsson frá HorseDay upplýsti keppendur um HorseDay appið en öll mótsskrá Landsmóts og meira til er að finna í appinu. Sigríður Björnsdóttir, yfirdýralæknir, fór yfir skipulag og framkvæmd heilbrigðisskoðunar, "Klár í keppni", en sú skoðun fer fram í reiðhöllinni í C-tröð (hesthús Sigurbjarnar Bárðarsonar). 

Við óskum öllum knöpum góðs gengis og hlökkum til að eyða með ykkur vikunni hér í Víðidalnum. 


Athugasemdir