Landsmót byrjað!

Landsmót hestamanna 2024 er byrjað! Keppendur í barnaflokki riðu á vaðið kl.8:30 í  morgun og stendur keppni enn yfir. Spennandi verður að sjá hvaða 30 knapar ná inn í milliriðla og halda áfram keppni og munu svo berjast um sæti í úrslitum. Fyrstu knapar í braut voru Kristín Rut Jónsdóttir á Flugu frá Garðabæ, Elísabet Benediktsdóttir á Östru frá Köldukinn 2 og Karítas Fjeldsted á Polka frá Ósi. Áætlað er að keppni í barnaflokki ljúki nú um hádegi og að loknu hádegishléi ríða svo keppendur í B-flokk í braut. 


Athugasemdir