30.06.2024
Við eigum von á miklum fjölda keppenda á landsmótssvæðið sem mun taka þátt í forkeppni gæðingakeppnis og fordómum kynbótasýninga. Fjöldinn verður mestur mánudag og þriðjudag, en fer svo fækkandi eftir því sem á líður vikuna
30.06.2024
Knapafundur Landsmóts 2024 fór fram fyrr í kvöld í Lýsishöllinni í Fáki. Fundurinn var mjög fjölmennur og mátti finna mikla eftirvæntingu hjá knöpum að hefja keppni.
30.06.2024
Kokkarnir veisluþjónusta og veitingastaðurinn Spíran munu bjóða upp á dýrindis heimilismat á hagstæðu verði meðan á landsmótinu stendur. Veitingaaðstaða þeirra verður staðsett í reiðhöllinni. Þar er rúmgóð aðstaða til að setjast niður, gæða sér á dýrindis hagstæðum gæðamat og fylgjast með keppni, og jafnvel fótboltanum, á stórum skjá.
29.06.2024
Tjaldsvæði á Landsmóti hestamanna hefur opnað og eru fyrstir nú þegar búnir að koma sér fyrir.
Tjaldgestir mótsins eru velkomnir á tjaldstæði landsmóts í Reykjavík.
Sala á tjaldstæðum, bæði með og án rafmagns, fer fram á tix.is.
Enn eru laus rafmangsstæði á tjaldsvæði.
29.06.2024
Miðbæjarreiðin Landssambands hestamannafélaga fór fram í dag í blíðskaparveðri. Fyrir miðbæjarreiðinni fóru Hjörtur Bergstað, formaður stjórnar Landsmóts 2024, Guðni Halldórsson formaður Landsambands hestamannafélaga, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Jónína Björk Vilhjálmsdóttir formaður hestamannafélagsins Spretts.
29.06.2024
Öll aðkoma hrossa á kerrrum er um Selásbraut.
29.06.2024
Keppendur og forráðamenn athugið! Við biðjum ykkur vinsamlegast að fara með allar lausar hestakerrur af mótssvæðinu til að tryggja gott pláss og aðgengi allra að hesthúsum.
29.06.2024
Sunnudaginn 30. júní kl.18:00 verður haldinn knapafundur fyrir alla keppendur mótsins, foreldrar eru velkomnir með keppendum í yngri flokkum. Þar mun mótsstjóri og yfirdómari fara yfir allar helstu reglur og fyrirkomulag auk þess að svara fyrirspurnum.
29.06.2024
Ríflega 170 kynbótahross koma í einstaklingsdóm á landsmóti að þessu sinni, auk afkvæmahestanna sem eru ellefu talsins. Sýningarstjóri kynbótahrossa, Pétur Halldórsson, hefur lesið saman ráslista í hringvallagreinum og kynbótasýningum, til að kanna mögulega árekstra knapa sem sýna hross á báðum vígstöðvun, einfaldlega til þess að koma í veg fyrir þá.
29.06.2024
Hundar eru velkomnir að kíkja á landsmótið í Víðidalnum með eigendum sínum. Það er þó nauðsynlegt fyrir eigendur þeirra að kynna sér nokkrar reglur um veru þeirra á svæðinu. Hugið fyrst og fremst að velferð þeirra, því áreitið er mikið á staðnum og dýrin geta orðið stressuð og óörugg og þannig líður engum vel. Fyrir suma hunda væri því skynsamlegast að vera í pössun á meðan landsmóti stendur.