Miðbæjarreið Landssambands hestamannafélaga

Miðbæjarreiðin Landssambands hestamannafélaga fór fram í dag í blíðskaparveðri. Fyrir miðbæjarreiðinni fóru Hjörtur Bergstað, formaður stjórnar Landsmóts 2024 og hestamannafélagsins Fáks, Guðni Halldórsson formaður Landsambands hestamannafélaga, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Jónína Björk Vilhjálmsdóttir formaður hestamannafélagsins Spretts. Rúmlega 60 hestar tóku þátt í reiðinni og vöktu þeir mikla lukku meðal gesta miðbæjarins. 

 

 


Athugasemdir