Fréttir

Miðbæjarreið Landssambands hestamannafélaga

Nú styttist í miðbæjarreiðina sem fram fer á morgun, laugardag 29.júní kl 12:00. Reiðin hefst við BSÍ og þaðan verður haldið upp á Skólavörðuholtið og svo áfram í gengum miðbæinn, að Tjörninni og endar reiðin aftur á BSÍ.

Sleipnisbikarinn lagður af stað á Landsmót

Bikarinn okkar góði, Sleipnisbikarinn, var sóttur í gær og er ferð hans heitið á Landsmot Hestamanna þar sem hann verður veittur Álfakletti frá Syðri-Gegnishólum.

Partý mánudagsins

Partý mánudagsins verður verður án efa í herbúðum Horses of Iceland í félagheimili Fáks. Að lokinni keppni í barnaflokki býður Horses of Iceland öllum knöpum í barnaflokki Landsmóts í veislu, þar sem hverjum og einum keppanda er heimilt að taka með sér einn gest. Keppendum verða afhentar knapagjafir af ráðherra mennta- og barnamála, Ásmundi Einari Daðasyni.

Ráslistar Landsmóts 2024

Hér fyrir neðan má alla ráslista fyrir Landsmót í Reykjavík 2024, bæði íþróttakeppni og gæðingakeppni. Ráslistana er að sjálfsögðu líka að finna í HorseDay appinu góða.

Handverk, hestafatnaður o.m.fl. í markaðstjaldi

Á landsmótssvæðinu í Víðidal rís nú stórt og veglegt markaðstjald sem staðsett verður á besta stað, á möninni fyrir ofan Hvammsvöllinn. Handverk, hestafatnaður og margt fleira verður til sölu og sýnis. Þeir aðilar sem hafa nú tryggt sér pláss í markaðstjaldinu eru eftirfarandi:

Fjögurra vetra hryssur fyrstar í braut á LM2024

Tímasett dagskrá mótsins er klár. Fjögurra vetra hryssur eru fyrstar í braut á Landsmóti í Reykjavík 2024, mánudaginn 1.júlí kl.8:00. Barnaflokkur hefst kl.8:30 á Hvammsvelli og á eftir þeim ríða keppendur í B-flokk í braut kl.13:30. Tímasetta dagskrá má sjá hér fyrir neðan sem og í valstikunni hér fyrir ofan undir "Dagskrá".

Punktar frá yfirdómara fyrir keppni

Hér má sjá nokkur atriði frá yfirdómara sem gott er að hafa í huga fyrir keppni í gæðingakeppni á Landsmóti 2024. Þetta er lifandi skjal og mögulega bætast við fleiri atriði.

Fylgstu með Landsmóti 2024 í beinni útsendingu á Alendis

Frábærar fréttir fyrir hestaáhugafólk! Alendis streymisþjónustan mun sýna frá Landsmóti 2024 í beinni útsendingu. Landsmót 2024 hefst 1. júlí og stendur til 7. júlí. Bestu hestar og knapar landsins saman komnir á þessari mögnuðu hátið hestamanna.

Keppendalistar í gæðingakeppninni

Hér er að finna keppendalista í öllum greinum gæðingakeppninnar.

Æfingatímar

Hér má sjá dagskrá fyrir æfingatíma keppenda, hvers hestamannafélags fyrir sig, á Landsmóti 2024.