Hópreið hestamanna á LM2018 í Reykjavík / Eggert Jóhannesson, mbl.is
Hópreið hestamanna er jafnan eitt hátíðlegasta augnablikið á landsmótunum hverju sinni. Hópreiðin er hluti af setningarathöfn mótsins á fimmtudagskvöldinu 4. júlí. Sjá nánar í dagskrá.
Fyrir börn og unglinga er þetta oft mikil upplifun og vissulega stemning sem fylgir því að vera hluti af jafn tignarlegu samspili manna og hesta í stórum hópi sem kemur saman í fylkingu inná völlinn. Þess vegna eru það vinsamleg tilmæli að börn og unglingar njóti forgangs í þetta verkefni, í fylgd með reyndum reiðmönnum.
Fyrirkomulag hópreiðar verður svona:
- Í forreiðinni verða gestir, U21 hópur LH, stjórn LH
- Þar á eftir koma Sprettar & Fáksmenn sem gestgjafar
- Síðan koma hestamannafélögin í LH í stafrófsröð
- 3 knapar eru hlið við hlið, 1 fánaberi fyrir framan þá með fána síns félags
- Mæting er á Brekkuvelli stundvíslega kl. 18.15 til að raða upp reiðinni
- Forsvarsmaður hvers hestamannafélags sendir inn fjölda þátttakenda með því að fylla út þetta form hér;
https://forms.gle/XGBtPng41ei6JhnPA
Umsjónarmaður hópreiðarinnar:
Þorvarður Helgason
660 4612