Skoðunin fer fram í reiðhöll Sigurbjörns Bárðarsonar í C-tröð
“Klár í keppni”
Lögbundin heilbrigðisskoðun sýninga- og keppnishrossa á stórmótum verður framkvæmd FYRIR eftirfarandi greinar á LM 2024:
- Milliriðla í A fl. gæðinga, B fl. gæðinga og ungmennaflokki
- Úrslit í A fl. gæðinga, B fl. gæðinga og ungmennaflokki
- Forkeppni í F1, V1, T1 og T2
- Úrslit í F1, V1, T1 og T2
- Seinni spretti í 150 og 250 m skeiði
- Yfirlitssýningu kynbótahrossa, 5 vetra og eldri
Hrossin skulu mæta til skoðunar daginn fyrir hverja keppnisgrein /sýningu.
Hrossin skulu mæta með múl en án ábreiðu. Mikilvægt er að aðeins ein manneskja fylgi hverjum hesti, knapi, eigandi eða aðstoðarmaður. Viðkomandi skal hafa meðferðis upplýsingar um þann beislisbúnað sem notaður var í forkeppni eða milliriðlum (ekki nauðsylegt fyrir kynbótahrossin).
Heilbrigðisskoðunin felur í sér eftirfarandi atriði:
- Skoðun á almennu ástandi (holdafari, eitlum, öndun auk líkamshita og hjartahljóða ef ástæða er til)
- Skoðun á fremsta hluta munnsins. Tungan tekin til hliðar (án deyfingar)
- Fætur þreifaðir og heltiskoðun (hreyfingar á feti og brokki á hörðu undirlagi)
Ef einhver eftirfarandi atriða finnast er hestur dæmdur „óhæfur til sýningar eða keppni” og fær ekki að fara inn á keppnisvöllinn:
- Vansæld og/eða veikindi
- Horaður (undir 2,5 í holdastigun), hiti, óeðlileg öndun og hjartahljóð, áberandi bólgnir eitlar, áberandi hósti og/eða mikil graftarkennd útferð úr nösum
- Alvarlegir áverkar í munni
- Sár í gegnum slímhúð í kinnum, munnvikum og tungu, stærri en 1 sm, eða aum og bólgin sár
- Sár í gegnum slímhúð á tannlausa bilinu
- Áberandi bólga og/eða eymsli á tannlausa bilinu
- Greinileg hörfun slímhimnu fyrir framan við fremsta jaxl samhliða eymslum
- Bólga tengd beinhimnu eða beini
- Keðjusár í gegnum húð, stærri en 1 sm, eða aum og bólgin sár
- Alvarlegir áverkar á fótum
- Alvarleg bólga og eymsli í sinum og/eða böndum (kvíslböndum, stuðningsböndum, liðböndum)
- Alvarleg bólga í sinaslíðri, beinhimnu, liðum og hófum tengd vægri helti
- Alvarleg ágrip á fótum (sár í gegnum húð, 1 sm eða stærri)
- Sár í gegnum húð með greinilegum eymslum og bólgu í vefjum undir húð, hófhvarfi eða hælþófum
- Önnur stærri sár á húð
- Alvarlegt múkk, umfangsmikið og/eða aumt
- Helti
- Annað sem að mati dýralæknis mótsins gerir hross óhæft til sýningar eða keppni
Niðurstaða um að hestur sé „óhæfur til keppni“ er tilkynnt yfirdómara / sýningarstjóra. Hestur sem hefur verið dæmdur „óhæfur til keppni“ í einni grein má ekki keppa í neinni annari grein né koma fram á nokkurri sýningu á sama móti.
Skoðunarplan:
Dagur
|
Tími
|
Skoðun fyrir...
|
Fjöldi
|
|
Sunnudagur 30. júní
|
18:00 - 18:30
|
Knapafundur
|
|
|
Mánudagur 1. júlí
|
13:00-18:00
|
V1 forkeppni
|
20
|
|
|
|
F1 forkeppni
|
20
|
|
|
|
T2 forkeppni
|
20
|
|
Þriðjudagur 2. júlí
|
08:00-18:00
|
Yfirlit hryssur 5 v
|
30
|
|
|
|
Ungmenni milliriðill
|
30
|
|
|
|
B-fl milliriðill
|
30
|
|
Miðvikudagur 3. júlí
|
08:00-18:00
|
Yfirlit hryssur 6-7v
|
45
|
|
|
|
A-fl milliriðill
|
30
|
|
|
|
Tölt - forkeppni
|
30
|
|
Fimmtudagur 4. júlí
|
08:00-18:00
|
Yfirlit stóðhestar
|
55
|
|
|
|
Skeiðhestar 150 - 250
|
28
|
|
|
|
Ungmenni B úrslit
|
7
|
|
|
|
Tölt B úrslit
|
6
|
|
Föstudagur 5. júlí
|
13:00-16:00
|
B-fl B úrslit
|
7
|
|
|
|
A-fl B úrslit
|
7
|
|
|
|
Tölt A úrslit
|
6
|
|
Laugardagur 6. júlí
|
13:00-16:00
|
T2 A úrslit
|
6
|
|
|
|
V1 A úrslit
|
6
|
|
|
|
F1 A úrslit
|
6
|
|
|
|
B-fl A úrslit
|
7
|
|
|
|
Ungmenni A úrslit
|
7
|
|
|
|
A-fl A úrslit
|
7
|
|