Skeiðgreinar

 

Skeiðgreinar á Landsmóti eru fjórar talsins; 100m, 150m, 250, og gæðingaskeið. Allar skeiðgreinar nema 100m flugskeið, fara fram á skeiðbrautunum fyrir neðan félagsheimili Fáks við Rafveituveg. Fyrirkomulagið og framkvæmd skeiðgreina verður þannig: 

  • 100m flugskeið - skeiðbraut við Hvammsvöll, laugardagskvöldið 6. júlí
  • Gæðingaskeið PP1 - skeiðbraut (gamla kynbótabraut) næst félagsheimilinu, mánudagskvöldið 1. júlí
  • 150m og 250m - skeiðbraut milli stóra vallar og gömlu kynbótabrautar, fyrri umferð miðvikudagskvöldið 3. júlí, seinni umferð föstudaginn 5. júlí