Fréttir

Ásmundur Ernir Snorrason hlaut reiðmennskuverðlaun FT

Ásmundur Ernir Snorrason hlaut fyrr í kvöld reiðmennskuverðlaun FT. Ásmundur hefur frá unga aldri verið áberandi á keppnisbrautinni. Á Landsmótinu sýndi hann marga hesta með góðum árangri.

Sirkus og Hanna Rún sigurvegarar í B-úrslitum í A-flokki

Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk og Hanna Rún Ingibergsdóttir voru rétt í þessu að tryggja sér sæti í A-úrslitum í A-flokki. Sirkus og Hanna Rún stóðu efst að loknum B-úrslitum í A-flokki með einkunnina 8,922. Þau mæta því til leiks á sunnudaginn kl. 15:40. Hér má sjá niðurstöður B-úrslita í A-flokki.

Pensill og Elvar sigra B-úrslit í B-flokki

Pensill frá Hvolsvelli og Elvar Þormarsson sigra B-úrslitin í B-flokki með einkunnina 9,014. Þeir mæta því í A-úrslitin í B-flokki á morgun, sunnudaginn 7.júlí. Ljósmynd @Jón Björnsson.

Matthías og Tumi sigruðu B-úrslit í Ungmennaflokki

Matthías Sigurðsson og Tumi frá Jarðbrú sigruðu B-úrslit í Ungmennaflokki með einkunnina 9,088. Þeir mæta því til leiks í A-úrslit í Ungmennaflokki á sunnudaginn. Innilega til hamingju!

Reykjavíkurborg styður við bakið á Landsmóti

Íbishóll sigurvegari ræktunarbúa!

Frábærar sýningar ræktunarbúa! Það voru frábærar sýningar ræktunarbúa sem sáust hér á aðalvellinum í gærkvöldi en samtals 12 ræktunarbú komu fram. Samhliða sýningu ræktunarbúa fór fram símakosning þar sem áhorfendur höfðu kost á að kjósa sitt ræktunarbú áfram og gefa því kost á að koma aftur fram á laugardagskvöldinu.

Svandís Aitken og Fjöður frá Hrísakoti sigraði B-úrslit í Unglingaflokki

Svandís Aitken Sævarsdóttir sigraði B-úrslit í Unglingaflokki á Fjöður frá Hrísakoti með einkunnina 8,88. Þær stöllur mæta því til leiks á sunnudaginn í A-úrslit. Innilega til hamingju!

Una Dagbjört sigraði B-úrslit í Barnaflokki

Gústaf og Assa sigra B-úrslit í tölti

B-úrslit í tölti fór fram í kvöld í blíðskaparveðri. Það var svo Gústaf Ásgeir Hinriksson sem stóð efstur á Össu frá Miðhúsum með einkunnina 8,61 en Flosi Ólafsson á Röðli frá Haukagili Hvítársíðu veitti þeim harða keppni og hlaut 8,56 í einkunn. Gústaf og Assa mæta því til leiks í A-úrslitum sem fara fram á morgun, laugardag, kl.21:10.

Símanúmer fyrir kosningu ræktunarbúa