Takk fyrir okkur!

Að loknu Landsmóti er við hæfi að þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við undirbúning og framkvæmd Landsmóts.

Sérstakar þakkir fá sjálfboðaliðar mótsins en án þeirra vinnuframlags hefði ekki verið hægt að halda uppi svo glæsilegri þjónustu við gesti og þátttakendur í mótinu. Sjálfboðaliðar félaganna sem stóðu að mótinu, Fáks og Spretts, unnu ötullega við undirbúning og frágang og margir unnu á mótinu sjálfu ásamt öðrum sjálfboðaliðum sem komu víða að.

Öflug liðsheild reynslumikilla og lausnarmiðaðra starfsmanna og sjálfboðaliða skilaði glæsilegu móti sem gestir og þátttakendur á mótinu eiga eftir að muna eftir.

Þá má ekki gleyma styrktaraðilum mótsins en án þeirra hefði ekki verið hægt að halda svo glæsilegann viðburð. Sérstakar þakkir fá aðalstyrktaraðilar okkar:

  • Reykjavíkurborg
  • Mennta- og barnamálaráðuneytið
  • Garðabær
  • Kópavogur
  • 66 norður
  • Bláa Lónið
  • Coca-Cola
  • Flúðasveppir
  • Kaupfélag Skagfirðinga
  • Lífland
  • Morgunblaðið
  • Samskip

Fyrir hönd stjórnar LM2024,

Einar Gíslason
Framkvæmdastjóri LM2024


Athugasemdir