• HM ÍSLENSKA HESTSINS
    4. - 11. ágúst 2025


    Sumarið 2025 verður Heimsmeistaramót íslenska hestsins"haldið í Sviss.

    Eins og flestir vita þá eru Heimsmeistaramótin með glæsilegustu viðburðum sem haldnir eru á erlendri grundu með Ísland í forgrunni.

    Mótið er dagana 4. - 10. ágúst og fer fram í BirmensTorf í Sviss

    BirmensTorf er lítið þorp í ca 30 km fjarlægð frá Zürich og mótssvæðið “Hardwinkelhof” í útjaðri þess. Mjög aðgengilegt og fallegt mótssvæði. Með fullri virðingu fyrir síðasta HM móti, sem haldið var 2009 í Sviss, þá er Handwinkelhof miklu aðgengilegri mótsstaður en var þá. Stutt er til Baden sem er mjög líflegur, fallegur bær og einfalt að njóta lífsins þar.

    Eins og áður þá býður VERDI Sport upp á pakkaferðir á mótið.

    Nánari upplýsingar

Fréttir og tilkynningar

Samþykktir Landsþings er varða Landsmót og gæðingakeppni

06.01.2025
Á síðastliðnu Landsþingi LH sem fór fram í Borgarnesi helgina 25-26 október var samþykkt að opna sæti á stöðulista í yngri flokkum þannig að öll ónýtt sæti hjá hestamannafélögunum færast yfir á stöðulista. Dæmi: Hestamannafélag sem á rétt á að senda fimm fulltrúa á Landsmót, en sendir einungis þrjá, gefur eftir tvö ónýtt sæti sem fara yfir á stöðulista. Grunnhugmyndin er að yngri flokkar á Landsmótum séu ætíð fullskipaðir.

Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ

04.01.2025
Í kvöld fór fram hátíðin íþróttamaður ársins og var við það tilefni tilkynnt að Sigurbjörn Bárðarson hefur verið tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ. Hann er fyrsti hestamaðurinn sem hlýtur þessa miklu viðurkenningu. Sigurbjörn þarf vart að kynna fyrir nokkrum hestamanni en keppnisferill hans er einstakur og er auðvelt að fullyrða að enginn íþróttamaður á Íslandi standist honum samanburð í þeim efnum. Sigurbjörn hlaut titilinn íþróttamaður ársins árið 1993 í kjöri íþróttafréttamanna og er það einn mesti heiður sem íslenskum hestaíþróttamanni hefur hlotnast. Hann var sæmdur heiðursverðlaunum LH 2022.

Jólakveðja

23.12.2024
Landssamband hestamannafélaga óskar öllum hestamönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með kærri þökk fyrir samstarfið á árinu. Starfsfólk og stjórn LH

Landsþing samþykkti viðbragðsáætlun fyrir mótahald

20.12.2024
Á landsþingi sem haldið var í október síðastliðnum var samþykkt viðbragðsáætlun fyrir mótahald Landssambands hestamannafélaga. Viðbragðsáætlunin tekur til hverskyns slysa eða óhappa sem gerast á meðan á móti stendur. Skipa þarf Öryggisfulltrúa á öllum mótum sem hefur yfirumsjón með atvikum sem upp kunna að koma og leiðbeinir um frekara viðbragð eftir alvarleika atviks. Viðbragðsáætlunin kemur upp úr vinnu Öryggisnefndar.
Styrkja LH

Vefverslun

Leiðin að gullinu

Almennt verð
Verð kr.
5.900 kr.
Skoða vöru

Uppskeruhátíð 2024

Almennt verð
Verð kr.
14.900 kr.
Skoða vöru
Nýtt

Landsþing 2024

Almennt verð
Verð kr.
13.590 kr.
Skoða vöru
Nýtt

Lokahóf Landsþings

Almennt verð
Verð kr.
12.500 kr.
Skoða vöru