Nýlega var undirritaður samningur um styrk til Landsmóts hestamanna 2024. Samningurinn hljóðar upp á 20 milljón króna styrk sem ætlaður er til að styðja við undirbúning og framkvæmd Landsmóts hestamanna í Reykjavík 2024.
Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, undirritaði samninginn við sameiginlegt félag Fáks og Spretts fyrir hönd ráðuneytisins, ásamt Hirti Bergstað formanni Fáks.
Ásmundur kynnti sér starfsemi hestamannafélagsins Fáks, þá sérstaklega æskulýðsstarfið, og fylgdist með keppni í fimmgangi í Meistaradeild æskunnar ásamt því að veita þar verðlaun. Rölt var um landsmótssvæðið í Víðidal, landsmótsmálin rædd og ljóst að mikil spenna er fyrir komandi Landsmóti hestamanna í Reykjavík þann 1.-7.júlí nk.
Athugasemdir