Setningarathöfn og hópreið

Formleg setningarathöfn Landsmót hestamanna fer fram fimmtudaginn 4.júlí kl.19:05. Hátíðleg hópreið hestamannafélaganna verður á sínum stað samkvæmt venju. Við hvetjum öll hestamannafélög landsins til þess að senda sína fulltrúa til þátttöku í hópreiðinni. Allar nánari upplýsingar um hópreiðina er að finna hér á heimasíðunni undir Knapar - hópreið. 

*Í forreiðinni verða gestir, U21 hópur LH, stjórn LH
*þar á eftir koma Sprettarar og Fáksmenn sem gestgjafar 
*Síðan koma hestamannafélög LH í stafrófsröð 
*3 knapar eru hlið við hlið, 1 fánaberi fyrir framan þá með fána síns félags
*Mæting er á Brekkuvelli stundvíslega kl.18:15 til að raða upp reiðinni 
*Forsvarsmaður hvers hestamannafélags sendir inn fjölda þátttakenda í gegnum google forms skjal hér:

https://forms.gle/mgDBp5AV5he4m1Nr7

Allar nánari upplýsingar gefur umsjónarmaður hópreiðarinnar: 
Þorvarður Helgason 
s.660 4612

 


Athugasemdir