Ljóst hvaða knapar í barnaflokki mæta til úrslita

Keppni í milliriðlum hófst í dag. 30 keppendur í barnaflokki öttu kappi um sæti í úrslitum. Sjö efstu knapar fara beint í A-úrslit. Átta knapar fara í B-úrslit þar sem efsti knapi í B-úrslitum nælir sér í sæti í A-úrslitum. Leikar fóru þannig að eftir keppni í milliriðlum og efst inn í A-úrslit er Linda Guðbjörg Friðriksdóttir á Sjóð frá Kirkjubæ með 8,850. Skammt undan er Viktoría Huld Hannesdóttir á Þin frá Enni með 8,822. Ljósmynd @Bjarney Anna Þórsdóttir. 

Þeir knapar sem mæta í A-úrslit á sunnudaginn eru: 

Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Linda Guðbjörg Friðriksdóttir / Sjóður frá Kirkjubæ 8,850
2 Viktoría Huld Hannesdóttir / Þinur frá Enni 8,822
3 Elimar Elvarsson / Salka frá Hólateigi 8,758
4 Kristín Rut Jónsdóttir / Fluga frá Garðabæ 8,692
5 Jakob Freyr Maagaard Ólafsson / Djörfung frá Miðkoti 8,594
6 Aron Einar Ólafsson / Alda frá Skipaskaga 8,518
7 Svala Björk Hlynsdóttir / Selma frá Auðsholtshjáleigu 8,506

 

Þeir knapar sem mæta í B-úrslit á laugardag eru: 

8 Viktor Arnbro Þórhallsson / Glitnir frá Ysta-Gerði 8,432
9 Hrafnar Freyr Leósson / Heiðar frá Álfhólum 8,416
10 Sigrún Sunna Reynisdóttir / Mylla frá Hólum 8,410
11 Álfheiður Þóra Ágústsdóttir / Auður frá Vestra-Fíflholti 8,406
12 Emma Rún Arnardóttir / Tenór frá Litlu-Sandvík 8,370
13 Svandís Svava Halldórsdóttir / Nína frá Áslandi 8,368
14 Una Björt Valgarðsdóttir / Agla frá Ási 2 8,366
15 Viktor Leifsson / Glaður frá Mykjunesi 2 8,346

Athugasemdir