• Landsmót Hestamanna 2024 í Reykjavík

    Landsmót verður haldið í Víðidal í Reykjavík. Þetta er 25. skipti sem mótið er haldið og í fjórða sinn sem það fer fram í Reykjavík.  Frá upphafi eða frá því að Landsmót var fyrst haldið á Þingvöllum, hefur mótið verið einn stærsti íþróttaviðburður landsins.

    Mótið verður haldið í sameiningu af tveim stærstu félögum landsins, Hestamannafélaginu Fáki og Hestamannafélaginu Spretti, á félagssvæði Fáks í Víðidal. Í Fáki er mikil reynsla af mótahaldi og svæðið einstaklega vel búið til að halda stór mót með tilliti til aðstæðna fyrir knapa og gesti. Landsmót hestamanna er einn stærsti íþróttaviðburður landsins en Landssamband hestamanna er fjórða stærsta sérsamband ÍSÍ með meira en 12.000 félagsmenn.

    Keppnishluti Landsmóts er gríðar stór en keppendur koma frá öllum hestamannafélögum af landinu. Þá er Landsmót einnig vettvangur fyrir sýningu hæst dæmdu kynbótahrossa í hverjum aldursflokki.

    Miðasala er í fullum gangi og um að gera að tryggja sér miða í tíma.

     

Fréttir og tilkynningar

Stóðhestavelta landsliðsins

17.05.2024
Sala í hinni árlegu stóðhestaveltu landsliðsins er hafin í vefverslun LH. Verð á hverjum miða í stóðhestaveltunni er 65.000 kr. og á hverjum miða er einn tollur undir einn af hæst dæmdu stóðhestum landsins, girðinga- eða húsgjald er ekki innifalið.

Norðurlandamót í hestaíþróttum

16.05.2024
Norðurlandamótið í hestaíþróttum hefst eftir tæpa þrjá mánuði. Mótið stendur yfir dagana 8.-11. ágúst í Herning í Danmörku. Þar munum við fá að sjá bestu hesta Norðurlandanna keppa í íþrótta og gæðingakeppni. Keppnissvæðið í Herning er marglofað og er ekki við öðru að búast en að þar muni hver stórsýningin reka aðra.

Stóðhestavelta landsliðsins

16.05.2024
Sala í hinni árlegu stóðhestaveltu landsliðsins hefst á hádegi föstudaginn 17. maí í vefverslun LH. Verð á hverjum miða í stóðhestaveltunni er 65.000 kr. og á hverjum miða er einn tollur undir einn af hæst dæmdu stóðhestum landsins, girðinga- eða húsgjald er ekki innifalið.

Fjöldi keppenda í gæðingakeppni á Landsmóti

15.05.2024
Hvert hestamannafélag fær eitt sæti í hverjum flokki fyrir hverja 125 félagsmenn.
Styrkja LH

Vefverslun

Stóðhestavelta Landsliðsins

Almennt verð
Verð kr.
65.000 kr.
Skoða vöru

Styrktarlína fyrir landslið LH

Almennt verð
Verð kr.
4.000 kr.
Skoða vöru

Heimur hestsins

Skoða vöru

Landsliðsbolir

Almennt verð
Verð kr.
9.900 kr.
Skoða vöru